Andakt

Andakt

Kirkjur eru vandmeðfarinn sýningarvettvangur. Þrátt fyrir góðan ásetning er stundum eins og listamenn sem dragast á að setja upp verk sín í guðshúsum viti ekki alveg til hvers er ætlast af þeim. Útkoman er ýmist klisjukennd guðfræði eða óræðar tengingar milli náttúru og guðdóms. Og þá má auðvitað spyrja: Hvert er erindi listamannsins inn í helg vé? Spyr sá sem ekki veit; hefur þó óljósan grun. Alveg örugglega er listamaðurinn ekki þangað kominn til að staðfesta eða predíka trúarlega sannfæringu sína. Til þess höfum við jú prestastéttina.

Ætli fari ekki best á því að listamaðurinn efni til samtals við kirkju og guðstrú á nótum hljóðlátrar bænar. Og þá gildir einu hvort hann er áskrifandi að trúarjátningunni eða argasti túleysingi. Svo fremi hann sé tilbúinn að tæpa á því sem er ofar skilningi okkar allra, en samt sínálægt.

Einn vandaðasti myndlistarmaður sinnar samtíðar, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, sýnir nú verk sín í Háteigskirkju, í tengirými milli kirkju og safnaðarheimilis – og um leið milli hins andlega og veraldlega- sem ber heitið Gallerí Göng. Þetta gallerí er að sönnu ekki í alfaraleið, en staðsetningin er engu að síður vel heppnuð, þar sem listakonan hefur alla tíð fjallað um hin óljósu mörk milli veraldarinnar hið ytra og innra, þess sem við „þekkjum“ annar vegar, en „skynjum“ hins vegar. Og oftar en ekki rennur þetta tvennt saman í kyrrlátum verkum hennar.

Verk Guðbjargar Lindar hafa alla tíð sprottið upp úr þeim veruleika sem hún er alin upp við vestur á fjörðum, fjöllum, eyjum og skerjum, en líka vatni í öllum sínum myndum: alltumlykjandi hafinu, fossum og lækjum. Að ógleymdum þeim griðarstað sem hún og fjölskylda hennar hafa gert sér þar vestra hin síðari ár. Listakonan stendur því afdráttarlaust með sjálfri sér og sínum.

En ólíkt ýmsum forverum hennar sem ólust upp við svipaðar aðstæður hefur Guðbjörg Lind ekki gefið sig á vald dramatísku umhverfinu, leyft því að þyrma yfir sig og móta sýn hennar á veröld hlutanna. Markmið hennar er alla tíð að brjóta til mergjar, einfalda, hið séða linnulaust uns eftir stendur það sem trúarbragðafræðingar kölluðu „numen“ upp á latínu, ávæningur hins andlega seims, handanveruleikans sem öll okkar viska og skynun eru reist á. Myndir hennar af hafinu eða rennandi vatni þróast af hægri yfirvegun upp í tilbrigði um hverfulleikann, allt það sem rennur okkur greipum, og innanstokksmyndir hennar enda sem hugleiðingar um innbyggða göfgi hins látlausa, þess sem við látum okkur sjást yfir.

Á sýningu Guðbjargar Lindar í Háteigskirkju getur að líta ýmis tilbrigði um land, vatn og skynjun. Þar leikur stórt hlutverk kunnuglegt mótíf úr eldri myndum hennar, fleyið, sem nefnt er ýmist „sjófar“, „ljósfar“, „draumfar“ eða bara „far“. Því fyrst og síðast er það forgengileikinn uppmálaður, er sífellt á förum. En meðan það staldrar við getur það verið framlenging á landinu (myndar þá eyjar) eða sjálfu hafinu, eða siglt með okkur inn í draumalönd, jafnvel inn í veröld þaðan sem við eigum ekki afturkvæmt (mannlaus bátur Karons ?). Á einum stað myndar það eins konar altarisbrík, þar sem okkur býðst að eiga orðastað við þann heilagleika sem á henni hvílir.

Verk Guðbjargar Lindar eru andaktug í besta skilningi, innileg, íhugandi og uppfull með virðingu fyrir náttúru þeirra fyrirbæra sem hún kýs að velta fyrir sér.

Reykjavík, í október 2018
Aðalsteinn Ingólfsson

Reverence

Churches are tricky exhibition venues. Notwithstanding their good intentions, artists who exhibit in churches often don´t seem to know what it expected of them. The work that they submit either smacks of theological cliches or posits facile connections between nature and the idea of godliness. Which begs the question: What does the artist want with our sacred places? Not that the present writer has the answer, though he has his suspicions. I think we can assume that the artist has not „gone sacred“ either to confirm or make known his religious convictions. That is the purview of paid clergy.

The most appropriate approach for the artist is probably to enter into an intimate conversation, a sort of a quiet prayer, with each sacred place and the faith it represents. No matter whether the artist subscribes to an established creed or rejects it out of hand. As long as he is willing to take on what is always immanent, yet beyond our understanding,

One of the finest artist of her generation in Iceland, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, is presently exhibiting a selection of her recent work in Reykjavik´s Háteigs-church, in the so-called Gangway Gallery, a passage connecting the church and its´ community center – in effect its´ spiritual and social spheres. It is an out-of-the-way exhibition space, for sure, but suits the artist perfectly, since she has always operated in the grey area between the internal and the external worlds, between what we presume to „know“ and what we think we „sense“. More often than not, these two states of cognition will merge in her contemplative pieces.

Guðbjörg Lind´s works have always fed on the reality she grew up with in the West Fjords, where she was surrounded by craggy mountains, waterfalls, wild rivers and islands of all shapes and sizes. More recently she has found her subject matter in the sanctuary that she and her family have built themselves in this part of the world. The works that Guðbjörg Lind has produced are thus very much extensions of her social and spiritual being.

But unlike most of her artistic precursors who grew up under similar circumstances, Guðbjörg Lind did not succumb to her dramatic environment, let herself be overawed and moulded by it. Her impulse is always to deconstruct and simplify objective reality, until it finally yields what religious scholars call the „numinous“, an intimation of a  spiritual essence, the chief foundation of our make-up as sentient beings. Her paintings of the restless ocean or running waters of all kind gradually turn into meditations on the transitoriness of things. Her paintings of interiors end up as visual essays on the inherent nobility of plain and artless things, the things that we usually overlook.

Guðbjörg Lind´s show in Háteigs-church features a number of variations on land, water and perception. An older motif, the open boat, resurfaces in these works. The boat, appearing alternately as „skiff“, „watercraft“, „lighter“, „dream vessel“ or just „carrier“, being constantly on the move, is first and foremost a reminder of the temporal nature of being. But though its presence may be fleeting,  it sometimes tarries long enough to become an extension of  „terra firma“ (taking on the countenance of floating islands), or a vehicle for our dreams. It may even take us towards a destination of no return, as a boat steered by an invisible Charon. In one painting the elongated boat resembles nothing so much as an altar desk, where we are invited to commune with the sacredness it supports.

Guðbjörg Lind´s paintings are reverential in the fullest sense of the term, intimate, thoughtful, and completely respectful of the essential aspects of every phenomenon that she attends to.

Reykjavík, October 2018
Aðalsteinn Ingólfsson