2019
Lífhimna
Verkin á sýningunni eru unnin með bývaxi, blýanti, vatnslitum og ljósmyndum sem flestar eru teknar af ljósmyndaranum Birni Pálssyni á Ísafirði af fólki á vestfjörðum í kringum 1890.
Þegar ég skoðaði þetta safn mynda á Ljósmyndasafni Ísafjarðar af persónum sem allar eru löngu látnar komu mér til hugar mjög svo umdeildar hugmyndir jarðvísindamannsins Dr. Helga Pjeturss.(1872 – 1949) um líf á öðrum stjörnum. Hann taldi að dáið fólk hér á jörðu niðri endurholgaðist á öðrum stjörnum og jafnframt að það birtist okkur í draumum. Á meðan ég vann þessi verk leyfði ég hugmyndum Dr. Helga Pjeturss að svífa yfir og flæða inn í myndheiminn.
Tilvitnun í Nyall rit Dr. Helga Pjeturs sem kom út 1922
Seinna segir, hvernig það má verða, að sá sem var liðið lík á jörðu hér, komi fram sem íbúi annarrar stjörnu, og að vísu sem líkamleg vera, en ekki sem líkamalaus andi. Og það er einmitt aðalárangurinn af starfi mínu þetta ár, að ég veit nú miklu betur en þegar ég samdi ritgerðina „Hið mikla samband” (Nýall s. 7-89), á hvern hátt lífið heldur áfram. Ég hefi fengið þá þekkingu mest fyrir samanburð á athugunum, sem aðrir, betur settir, höfðu gert, en ekki skilið, eða unnið úr eins og gera má, hafi menn haft mjög mikinn áhuga á að æfa sig í vísindalegum samanburði.
The works in the show are made with beeswax, pencil, watercolour and photographs, most of which were taken of people in the West Fjords around 1890 by photographer Björn Pálsson.
When I examined this collection of pictures in the Ísafjörður Museum of Photography, depicting people who are all long deceased, it brought to my mind the highly controversial ideas of geologist Dr. Helgi Pjeturss (1872 – 1949) about life on other planets. His theory was that after their death, earth-dwellers were reincarnated on other planets, and appeared to us in our dreams.
As I worked on these pieces I permitted the ideas of Dr. Helgi Pjeturss to waft over and into my visual world.
From Nýall (1922) by Dr. Helgi Pjeturs
I shall recount in due course how it may be that a person, who was a dead body here on earth, appears as the inhabitant of another planet, and as a physical